Keppnismælar - SPA CAUGES

Við bjóðum upp á mæla frá SPA-Gauges, þetta eru hágæðamælar ætlaðir fyrir keppnisbíla. Þeir bjóða upp á ýmsar stillingar, viðvaranir og eru mjög nákvæmir.  Við reynum að halda verðinu eins lágu og mögulegt er og er það ekki hærra en mælarnir eru boðnir á í netverslun framleiðanda.  Mælarnir eru til með svartan eða hvítan bakgrunn og stillanlegan lit á baklýsingu.

  • Þeir mælar sem við reynum að eiga á lager eru:
    Loftmælir fyrir dekkjaþrýsting – sérframleiddur fyrir okkur hér heima sýnir 0-70 PSI með mikilli nákvæmni, þessi mælir hefur komið frábærlega út.
  • Afgas- og Boost mælir – mjög nákvæmur og nettur mælir með stillanlegar viðvaranir.
  • Eldsneytismælir fyrir aukatanka – sérframleiddur fyrir okkur með tvö gildi hægt að nota fyrir allar venjulegar tankmótsstöður.

Síðan er alltaf hægt að sérpanta mæla með stuttum afgreiðslufresti.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíða framleiðanda (smella á lógó)