Bíla- og Jeppavörur

Print

Sturlaugur Jónsson & Co ehf. flytur inn eftirfarandi vörur fyrir bíla og jeppa.  Flestar vörur eru sérpantaðar en yfirleitt er afgreiðslutími stuttur, alveg niður í 24 tíma. 

   

 

Túrbínur:

við útvegum túrbínur í allar tegundir ökutækja, orginal hlutir á mjög hagstæðu verði. Afgreiðslufrestur er yfirleitt 24 til 48 tímar frá staðfestingu pöntunar.  Helstu merkin okkar í túrbínum eru: Garret, Holset, Mitsubishi, KKK og IHI. 

 

Tölvur:

 

 

 

 

 

Tölvur í bíla, Sturlaugur Jónsson & Co er umboðsaðili fyrir H&S Performance sem eru leiðandi í framleiðslu viðbótartölva fyrir ameríska bíla.  Einnig bjóðum við tölvur frá SCT og TS-Performance.  Þessi búnaður eykur afl, getur haft áhrif á eyðslu og bætir í flestum tilfellum skiptiferli sjálfskiptinga.

 

Helstu vörur sem við bjóðum frá H&S Performance eru XRT-Pro og Mini Maxx:

 

XRT-Pro er tölva sem hleður niður forriti í upphaflega tölvu bílsins, hvergi þarf að fara inn í rafkerfi eða neitt slíkt. 

 

Helstu kostir:

·         Les og hreinsar villuskilaboð

·         Mögulegt að uppfæra í gegnum internet

·         Forritin eru gjaldfrjáls

·         Aflaukning allt að 120 HP (mögulega meira með sérstakri viðbót)

·         Mögulegt að endurstilla hraðamæli fyrir stærri dekk allt að 60“ (þó mismunandi eftir bíltegundum).

·         Endurforritar sjálfskiptingu, sem er nauðsynlegt þegar aflið er aukið.  Getur sett inn Lock-Up í t.d. 4 gír.

·         Möguleiki að forrita t.d. dekkjaþrýstinema og slíkt.

·         Ýmsir aðrir möguleikar.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu framleiðanda: H&S Performance

 

Mælar:

Við bjóðum upp á mæla frá SPA-Gauges, þetta eru hágæðamælar ætlaðir fyrir keppnisbíla. Þeir bjóða upp á ýmsar stillingar, viðvaranir og eru mjög nákvæmir.  Við reynum að halda verðinu eins lágu og mögulegt er og er það ekki hærra en mælarnir eru boðnir á í netverslun framleiðanda.  Mælarnir eru til með svartan eða hvítan bakgrunn og stillanlegan lit á baklýsingu.

Þeir mælar sem við reynum að eiga á lager eru:

Loftmælir fyrir dekkjaþrýsting – sérframleiddur fyrir okkur hér heima sýnir 0-70 PSI með mikilli nákvæmni, þessi mælir hefur komið frábærlega út.

Afgas- og Boost mælir - mjög nákvæmur og nettur mælir með stillanlegar viðvaranir.

Eldsneytismælir fyrir aukatanka – sérframleiddur fyrir okkur með tvö gildi hægt að nota fyrir allar venjulegar tankmótsstöður. 

Síðan er alltaf hægt að sérpanta mæla með stuttum afgreiðslufresti.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíða framleiðanda: SPA

 

 

Loftpúðastýringar: 

Við bjóðum upp á loftpúðastýringar frá ACCUAIR sem eru rafstýrður búnaður sem býður upp á mjög mikla stýrimöguleika og sér meðal annars um stýringu á loftdælu.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíða framleiðanda: ACCUAIR

 

 

 

 

Getum útvegað flestar vörur frá eftirfarandi framleiðendum á mjög skömmum tíma og hagstæðum verðum:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Um fyrirtækið

Sturlaugur Jónsson & Co
Sími: 412-3000  
Fax: 412-3010   
Selhella 13
221 Hafnarfjörður      
sturlaugur(hjá)sturlaugur.is

Tilboðshorn

Hágæða glussi og smurolía

Glussi:    

60 lítra tunna kr 37.000 m/vsk eða kr 616 líterinn

Smurolía:

10W/40: 20 lítra brúsi kr 13.000 m/vsk 

15W/40: 20 lítar brúsi kr 10.000 m/vsk

10W/40: 205 lítra tunna kr 117.800 m/vsk 

15W/40: 205 lítra tunna kr 122.000 m/vsk nú lækkað verð 93.000