Mælar

SIKA er þýskt fyrirtæki sem stofnað var 1905 og framleiðir margskonar mælabúnað en þekktast er SIKA fyrir framleiðslu hitamæla sem allir vélstjórar þekkja af góðri reynslu.  Einnig bjóðum við frá SIKA rennslisnema, flotrofa og kvörðunarbúnað fyrir hitanema og hitamæla.  SIKA er annálað fyrir vandaðar vörur.  Mikið úrval hitamæla á lager.

WIKA er stofnað í Þýskalandi 1946 og er með stærri framleiðendum á þrýstimælum, þrýstinemum, hitanemum og kvörðunarbúnaði fyrir mælitæki.  WIKA býður einnig úrval digital mæla.  Á lager hjá okkur er jafnan gott úrval þrýstimæla.  Frábær heimasíða WIKA og hægt að sækja þangað tækniblöð og gæðavottorð. 

Gann er þýskt fyrirtæki, stofnað árið 1931 og hefur sérhæft sig í rakamælum. Rakamælar frá Gann eru notaðir víða hérlendis, meðal annars af tryggingarfélögum, verkfræðistofum og úttektaraðilum.