Varahlutir í dráttarvélar

Rekstrarvörur og varahlutir fyrir dráttarvélar er stór hluti af okkar starfssemi.  Við eigum nokkuð gott úrval af rekstrarvöru og slithlutum á lager.  Það sem ekki er á lagernum okkar sérpöntum við fyrir þig á mettíma, ef við erum snemma dags að panta tekur oft ekki nema sólarhring að fá vörur til Íslands.

Erum úrræðagóð að koma pökkum til okkar viðskiptavina á sem hagstæðastan hátt, sumir eru sérstaklega heppnir og geta fengið pakka heim að dyrum eða í næstu sjoppu ef svo heppilega vill til að einhver starfsmaður okkar sé á ferðalagi í nágrenninu. 

Endilega heyrið í sölumönnum okkar fyrir nánari upplýsingar – síminn er 412-3000