PowerCo rafstöðvar
Sturlaugur Jónsson & Co., ehf., eru umboðsmenn fyrir PowerCo rafstöðvar frá Englandi, framleiddar af PowerCo Systems International Ltd.,sem er sjálfstæður framleiðandi af rafstöðvum frá 5 kVA til 3000 kVA, bæði 50 Hz og 60 Hz.
PowerCo notar Perkins, Cummins og Volvo dieselvélar í rafstöðvarnar og Stamford og Mecc Alte (UK) Ltd., rafala.
PowerCo getur sérsniðið lausnir að kröfum kaupanda þar sem ekki er um „standard“ fjöldaframleiðsu að ræða. Hagstæð og góð verð, stuttur afgreiðslutími.
Stephill rafstöðvar
Við getum boðið Stephill Super Silent hljóðeinangraðar rafstöðvar frá 12 kVA til 116 kVA með Kubota dieselvélum í minni rafstöðvunum og Perkins dieselvélum í stærri rafstöðvunum. Mecc Alte rafalar eru í þessum rafstöðvum.
Þessar vélar eru sérstaklega hagstæðar fyrir verktaka, mjög hljóðlátar, með innstungum. Stærri rafstöðvarnar er einnig hægt að fá á hjólum (trailer) sem hægt er að aka með á þjóðvegum um allt land.