Viðskiptaskilmálar
Um þetta skjal
Hér er að finna þá viðskiptaskilmála sem gilda þegar þú kaupir vörur í vefverslun Sturlaugs Jónssonar & co, www.sturlaugur.is. Við erum Sturlaugur Jónsson & co, heild og smásölufyrirtæki sem býður breitt úrval af vörum m.a. fyrir sjávarútveg, landbúnað og annan iðnað. Sturlaugur Jónsson & co rekur verslun á Selhellu 13, 221 Hafnarfirði auk vefverslunar www.sturlaugur.is
Viðskipti okkar
Við skuldbindum okkur til að birta í vefverslun okkar eins greinargóðar lýsingar og okkur er unnt á þeim vörum sem eru þar til sölu og birta eftir föngum einnig lýsandi ljósmyndir af þeim. Hverri vörulýsingu fylgir vörunúmer sem ræður því hvaða vara er seld hverju sinni. Verði mistök í verðmerkingu vöru eða birgðastöðu áskiljum við okkur rétt til að selja hana ekki á því verði og upplýsa viðskiptavin um mistökin og endurgreiða að fullu við fyrsta tækifæri.
Ef þú kaupir vöru í vefverslun okkar og staðfestir kaupin með því að greiða fyrir þau með að gefa upp gilt greiðslukort þitt, sem skuldfærsla tekst á fyrir söluverði og eftir atvikum sendingarkostnaði, þá kemst þar með á samningur milli þín og okkar um kaup á þeirri vöru sem svarar til þess vörunúmers sem þú valdir í vefversluninni. Skuldfært söluverð inniheldur virðisaukaskatt og allan annan aukakostnað okkar af að bjóða þér vöruna til kaups, að meðtöldum sendingarkostnaði, þar sem hann á við.
Um ábyrgð á seldum vörum og viðskipti okkar að öðru leyti gilda lög um neytendakaup, nú nr. 48/2003, auk laga um neytendasamninga, nú nr. 16/2016, að teknu tilliti til skilmála þessara.
Okkur er ekki skylt að afhenda eða senda þér vöru fyrr en skuldfærsla fyrir kaupunum hefur tekist á uppgefið greiðslukort þitt.
Pantanir eru afgreiddar alla virka daga svo fljótt sem auðið er. Þegar pöntun er tilbúin til afgreiðslu fá viðskiptavinir tölvupóst í það netfang sem gefið er upp við pöntun. Hægt að sækja vörur í verslun okkar þegar pöntunarstaðfesting hefur borist. Einnig er hægt að fá vörur sendar heim og er það valið í vefverslun undir afhendingarmáta. Um heimsendingar gildir verðskrá og viðskiptaskilmálar þess sendingarfyrirtækis sem óskað er eftir.
Skilafrestur og endurgreiðsluréttur
Eftir að þú hefur keypt hjá okkur vöru hefur þú 14 daga til að skila henni í verslun okkar, að því tilskildu að varan hafi ekki verið notuð, henni sé skilað í góðu lagi í upprunalegum umbúðum. Ef þú ákveður að endursenda vöru sem heimilt er að skila þá berð þú ábyrgð á og kostnað af því nema þú hafir fengið ranga eða skemmda vöru afhenta.
Ekki er hægt að skila vörum sem eru sérpantaðar fyrir viðskiptavin.
Endursendingar á vörum verða að fara fram innan 14 daga frá móttöku og þurfa að berast á þetta heimilisfang: Sturlaugur Jónsson & co, Selhellu 13, 221 Hafnarfirði
Varnarþing
Rísi réttarágreiningur í tengslum við skilmála þessa skal bera hann undir héraðsdóm Reykjanes.
Þessi útgáfa skilmálanna er frá 1. sept 2022 og gildir um kaup í vefversluninni sem eiga sér stað eftir það.